Tuesday, November 23, 2010

svona græðir Tískubloggið peninga!

Hola lovers,

Þið vitið eflaust flest að Tobba Marínós var ein helsta fyrirmynd mín í lífinu og bloggið hennar var raunar ein af ástæðum þess að ég stofnaði mitt eigið. En eftir að ég komst að því að hún var að reyna að bregða fyrir Tískubloggið fæti þá hætti hún að vera ædolið mitt.

En þó ég fegin vildi hætta að lesa bloggið hennar geri ég það ekki, því það er mikilvægt að fylgjast með samkeppnisaðilum sínum og stela góðum hugmyndum frá þeim þegar maður getur.

Einsog alþjóð veit þá sagði Tobba starfi sínu á Séð & heyrt nýverið lausu og hefur hafið störf sem kynningarfulltrúi Skjás eins. Bloggið hennar endurspeglar þessa flutninga hennar í starfi því hún hefur hafið lúmska auglýsingaherferð á blogginu þarsem hún kynnir dagskrá vetrarins. Sem dæmi mætti nefna þessar færslur hér og hér.

Þó hún sé ekki lengur fyrirmynd mín í lífinu verð ég að játa að mér finnst þetta býsna góð hugmynd hjá henni. Ég er alltaf að leita leiða til að koma auglýsingum að á bloggi mínu svo ég geti loksins farið að græða peninga á þessum skrifum, og ég held að hér séu miklir möguleikar.

Ég bar þetta undir styrktaraðila síðunnar og honum leist prýðilega á hugmynd mína og samþykkti að borga mér með gæludýrafóðri að andvirði sautjánhundruð króna ef mér tækist að lauma auglýsingu að lesendum mínum án þess að þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir væru í raun að lesa auglýsingu.

Þar sem ég hef ekki reynt svo hárfín kænskubrögð í skrifum mínum áður ákvað ég að gefa styrktaraðila síðunnar afslátt, eða tvenn skrif fyrir ein.

Verði ykkur að góðu.

***
Nammi namm!

#1

Jahérna hér lovers! 

Þetta er ótrúlegt gæludýrafóður sem ég rakst á nýverið. Það er svo bragðmikið, stökkt og bráðnar í munni. 

Það er einsog humar fyrir ferfætlinga!

(Nema þeim finnst humar betri)

#2

Lovers,

Ég hef verið veik fyrir gæludýrafóðri síðan ég bjó í Stavanger og uppgötvaði hvursu dásamlegt það er í raun. Það er bragðmikið og ljúffengt án þess að þykjast vera eitthvað, svona svolítið einsog heimilisleg (og ódýr) kæfa. 

Þar sem ég er byrjuð að herða sultarólina fyrir jólin þá finnst mér óútskýranlega gott að kaupa gæludýrafóður. Það er einfaldlega miklu ódýrara en mannafæði og svo er það einstaklega umhverfisvænt líka, því í gæludýrafóðrinu er úrgangur dýraafurða sem annars yrði hent.

Verum góð við umhverfið og pyngjuna!

Borðum gæludýrafóður.

...jiiii hvernig ætli það sé?

***

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment