Saturday, January 22, 2011

átfitt dagsins, o.fl.

Hola lovers,

Ég er þunn.

Fleira var það ekki í bili.

Eða jú annars, þeir sem eru aðdáendur Tískubloggsins á Facebook eru miklu betri en þeir sem eru það ekki, og það er þessvegna sem þeir fengu að vita á undan ykkur hinum að nú hafa tekist samningar á milli Tískubloggsins og framúrstefnuforlagsins Ókei Bæ(kur) um útgáfu á lífstílsbók Tískubloggsins. Ég mun því sitja sveitt við skriftir (um leið og ég hætti að vera þunn) og bókin kemur að öllum líkindum út í sumar. Þar verður fjallað um hin ýmsu málefni, megranir, fegranir og fleira skemmtilegt. Ef þið hafið einhverjar ábendingar um efni sem þið viljið sjá í bókinni skuluð þið fyrir alla muni koma þeim á framfæri hér í kommentakerfi eða senda mér póst á tiskublogg@gmail.com.

En vindum okkur í þunnudagsátfittið.


Bolur: Keyptur á útsölu í Smáralind.

Buxur: Af kærasta.

Sokkar: Prjónaðir.

Hár: Óþvegið.

xoxo
-h

5 comments:

 1. Djúpalæk á bókina (átfittið er gordjöss)!

  ReplyDelete
 2. Til hamingju með bókina! Ég er samt að spá hvort það væri ekki betra að fá hana útgefna hjá einhverju forlagi sem gefur ekki út bækur eftir einhverja trefla?!?

  ReplyDelete
 3. En spennandi fyrir Tískubloggið, og spennandi forlag, vissi ekki af því. Hvernig bók verður þetta?

  ReplyDelete
 4. Þetta verður lífstíls- og megrunarbók!

  ReplyDelete