Monday, January 3, 2011

ársuppgjör Tískubloggsins

Hola lovers og gleðilegt ár!

Ég þakka samfylgdina síðan Tískubloggið hóf göngu sína nú í júlí 2010. Þetta hafa verið nokkuð viðburðaríkir fimm mánuðir.

Hérna kemur það sem ef til vill bar hæst á þessum tíma:


  • Ég fór í legnám með afar góðum árangri. Sjá hér og hér.
  • Ég hlaut ritstjórastöðuna á vefritinu Eyjunni, einungis til að vera svipt henni að því er virðist að tilefnislausu með afar skömmum fyrirvara.
  • Ég fékk svo skömmu síðar uppreisn æru og ástarjátningu frá Pjattrófunum.
  • Ég minntist Hermanns, hundsins sem örlögin hrifsuðu frá mér allt of snemma, í þeirri von að reynslusaga mín myndi koma í veg fyrir að nokkuð svo hræðilegt kæmi fyrir aftur.
  • Ég skilgreindi fyrst allra óendanleika á mannamáli, og hóf þannig frama minn sem afar virtur heimspeðlisfræðingur.
  • Það var allt útlit fyrir það að ég og kærastinn þyrftum að slíta sambúð okkar því við vorum ekki í sama blóðflokki, en sem betur fer tók Landlæknir til sinna ráða og bjargaði sambandinu. Sjá hér og hér.
  • Órætinn einstaklingur sem ég vil síður nefna á nafn (ég kalla hana yfirleitt Þá Sem Við Nefnum Ekki, eða *i*d* K**t**ó*t*r) reyndi að sölsa undir sig Tískubloggið, en sem betur fer komu Pjattrófurnar Tískublogginu til bjargar.
  • Ég miðlaði af viskubrunni mínum, í þeirri von að koma kvenþjóðinni einsog hún leggur sig til bjargar. Sjá t.d. hér og hér.


En ferskir vindar munu blása um Tískubloggið árið 2011, því höfuðstöðvar þess hafa verið fluttar og það er komið á splunkunýja kennitölu. Árið sem nú er hafið mun því ekki verða síður viðburðaríkt en það liðna, því það er ýmislegt á döfinni.
Sem dæmi mætti nefna að ég hygg ég fari bráðum í brjóstastækkun, ég er enn að vinna í megrunar- og lífstílsbókinni minni og bíð spennt eftir því að forleggjarar sjái sóma sinn í því að bjóða mér framvirkan útgáfusamning, ég mun halda áfram að vinna að þeim markmiðum mínum að selja auglýsingar hér á síðunni og fá fullt af peningum og fá sent frítt sjitt og vera boðið á hundatískusýningar í útlöndum og margt, margt fleira.

Lifið heil.

xoxo
-h

2 comments:

  1. Bók já, gerum bók. Okkur hjá Ókeibæ vantar einhverja sem er sætari og tískumeðvitaðri en T. M. og getur boðið ungum konum uppá lífstílsráð og megrunardrykki = viltu vera í bandi; okei@okei.is ?

    ReplyDelete
  2. Kæra Olla!

    Mikið er ég glöð að heyra loksins í forleggjara! Ég vissi að tími Tískubloggsins myndi koma, fyrr eða síðar.

    Þú færð sko póst!

    ReplyDelete