Tuesday, January 11, 2011

brjóstastækkun og BMI-stuðull

Hola lovers,

Muniði að ég var að hugsa um að fara í nýstárlega brjóstastækkun?

Jæja, ég er hætt við.

Því ég var að komast að því að erfðabreyttu kínversku marglytturnar vega 1,5 kg hver, og því myndi ég þyngjast um heil þrjú kíló við það eitt að fara í aðgerðina. (Þó mætti gera ráð fyrir því að ég myndi missa töluvert af blóði í aðgerðinni, og léttast þannig um u.þ.b. hálft kíló (ef ég er heppin), en því miður þá yrði það ekki varanlegt þyngdartap, því líkaminn á það nefnilega til að endurnýja reglulega blóðbirgðir sínar).

Og ef ég þyngist um heil þrjú kg við aðgerðina þá hækkar BMI-stuðull minn uppí 13.4, sem er náttúrulega fullkomlega óásættanlegt fyrir einstakling með mína líkamsgerð og snefil af sjálfsvirðingu.

Ég íhugaði að láta fjarlægja nokkur rifbein og annan óþarfa til að jafna út þyngdaraukninguna, en mannabein hafa lítinn eðlismassa og því gengur það reikningsdæmi því miður ekki upp.

Ég hef því ákveðið að hætta við brjóstastækkunina og vera bara ekónómísk og fá mér uppblásanlegan brjóstahaldara í staðinn.

Því einsog þið eflaust vitið, þá vegur loft varla neitt.

xoxo
-h


No comments:

Post a Comment