Thursday, January 13, 2011

hreyfing og brennsla á nýju ári

Ég á svona íþróttagalla, nema í koparlit.
Hola lovers,

Einsog þið vitið vonandi, þá er hreyfing nauðsynleg fyrir brennslu og brennsla er nauðsynleg til að halda sér mjórri.

Þessvegna fór ég stundum í líkamsrækt, en þurfti að taka mér pásu eftir legnámið. Ég var síðan eitthvað löt við að byrja aftur þó ég væri búin að ná mér andlega eftir aðgerðina, en nú á nýju ári og nýrri kennitölu (sem yngdi Tískubloggið blessunarlega um þónokkur ár) ákvað ég að drífa mig aftur í þjálfun.

Ég fór í þol- og styrktarpróf hjá einkaþjálfara mínum, og þar kom í ljós að ég bý yfir 0,027 hestöflum* (hö.), en það er töluvert lakari mæling en áður en ég fór í aðgerðina síðla sumars (en þá var mælingin 0,029 hestöfl (hö.)).

Niðurstöðurnar ullu mér að sjálfsögðu töluverðum vonbrigðum, en ég hef einsett mér að halda vel á spöðunum í þjálfuninni og ná mínum fyrri styrk og snerpu.

Þið fáið að sjálfsögðu að fylgjast með framvindu mála hér á blogginu.

xoxo
-h

*1 HP ≡ 33,000 ft·lbf/min by definition
= 550 ft·lbf/s since 1 min = 60 s
= 550×0.3048×0.45359237 m·kgf/s since 1 ft = 0.3048 m and
= 76.0402249068 kgf·m/s 1 lb = 0.45359237 kg
= 76.0402249068×9.80665 kg·m2/s3 g = 9.80665 m/s2
= 745.69987158227022 W since 1 W ≡ 1 J/s = 1 N·m/s = 1 (kg·m/s2)·(m/s)
Or given that 1 hp = 550 ft·lbf/s, 1 ft = 0.3048 m, 1 lbf ≈ 4.448 N, 1 J = 1 N·m, 1 W = 1 J/s: 1 hp = 746W
(Svona skilgreinir einkaþjálfari minn hestöfl (hö.) (en hann er útlenskur og því er skilgreiningin á útlensku. Ég veit að þið eruð ekki öll mjög sleip í ensku og því skellti ég henni í gegnum afar hagkvæma þýðingarmaskínu sem ég rakst nýverið á á ráfi mínu um internetið og svona lítur hún út á íslensku:

HP ≡ 33.000 ft · lbf / mín við skilgreiningu
= 550 ft · lbf / s því 1 min = 60 s
= 550 × 0,3048 × 0,45359237 m · KGF / s síðan 1 ft = 0,3048 m
= 76,0402249068 KGF · m / s £ 1 = 0,45359237 kg
= 76,0402249068 × 9,80665 kg · m2/s3 g = 9,80665 m / s 2
= 745,69987158227022 W síðan 1 W ≡ 1 J / s = 1 n ° m / s = 1 (kg · m/s2) ¨ (m / s)
Eða gefið að 1 hö = 550 ft · lbf / s, 1 ft = 0,3048 m, 1 lbf ≈ 4,448 N, 1 J = 1 n ° m, 1 W = 1 J / s: 1 hö = 746W

(verði ykkur að góðu)))

3 comments:

  1. Hef einmitt verið að velta fyrir mér hvað ég er mörg hestöfl. Sé núna hvernig ég get reiknað þetta á einfaldan og fljótlegan hátt.

    Takk h! :o)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir alla þessa stórgóðu pósta, ég er ný manneskja eftir að hafa kynnst síðunni þinni kæra tískublogg! En mig langaði svo að forvitnast, fær maður ef til vill að sjá þig í Ungfrú Ísland keppninni, ég veit að prufur standa yfir þessa dagana;)!!

    ReplyDelete
  3. Tja, Ásta, þú segir nokkuð!

    Veistu hverjar kröfurnar eru? (Ekki það að ég efi að ég standist þær, með minn fullkomna líkamsvöxt og frábæra persónuleika (snúast samkeppnirnar ekki örugglega um persónuleika?)

    Best að ég kynni mér málið!

    ReplyDelete