Sunday, January 30, 2011

átfitt dagsins og afmæli Tískubloggsins

Hola lovers!

Ji haldiði ekki bara að Tískubloggið hafi átt hálfsársafmæli fyrir heilum fimm dögum og ég gleymt að halda uppá það!

En þann 25. janúar síðastliðinn fagnaði bloggið sex mánaða afmæli sínu, en það var einmitt stofnað með eftirminnilegum hætti sunnudaginn 25. júlí 2010. Ég hefði að sjálfsögðu átt að halda uppá það með pompi og pragt. Leigja kannski Ráðherrabústaðinn og bjóða öllum aðdáendum mínum í bleika og bláa kokteila (bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka, en ekki hvað). En ætli ég geri þetta ekki bara með stæl á eins árs afmælinu.
Takið daginn frá.

Á meðan þið bíðið mæli ég með því að þið opnið kampavín í kvöld, skálið svolítið fyrir Tískublogginu og rifjið upp þessa dásamlegu vegferð sem við höfum deilt.

En yfir í átfittsálmana.


Bolur: Keyptur í Bangkok. Af kærasta.

Peysa: Keypt í skandinavískri verslun í Skandinavíu.

Buxur: Af kærasta, girtar ofaní sokka.

Sokkar: Ósamstæðir.

Hár: Nýlega þvegið, í teygju.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment