Mér var bent á að Tískubloggið vantaði lógó, en lógó er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt til að ná heimsyfirráðum, en það er náttúrulega á stefnuskránni þannig að ég ákvað að bæta úr þessu og blása til lógósamkeppni!
Einsog þið vitið er ég einstaklega hæfileikarík í hönnun (sem öðru) og skellti í eitt sjálf og það er að sjálfsögðu rosalega flott, en ég hef áhuga á að fá tillögur að lógóum frá aðdáendum mínum líka, og ef þátttakan verður góð höfum við kannski bara þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta.
Vinsamlegast sendið tillögur ykkar á tiskublogg@gmail.com.
Glæsileg tillaga að lógói – þó ég segi sjálf frá. |
Og svo að öðrum fréttum.
Tískubloggið fékk í gær æsispennandi tilboð um að færa sig yfir á ónafngreint vefrit, og gegn greiðslu meira að segja.
EN, þá fengi bloggið nýja slóð, sem mér þykir afar, afar miður, því vefslóðin http://tiskublogg.blogspot.com/ hefur frá upphafi verið helsta stolt og flaggskip Tískubloggsins.
Ég er því enn að bræða með mér hvort ég eigi að taka tilboðinu eða ekki.
Æh hvað finnst ykkur?
Endilega verið nú dugleg að kommenta og segið mér hvað ykkur finnst, lovers.
xoxo
-h
ÖPPDEIT
Ég er búnað föndra aðra útgáfu af lógóinu OG fá sendar 3 tillögur til viðbótar frá aðdáendum mínum, sem verða birtar síðar. Ég ætla engu að síður að birta mína eigin tillögu #2 nú, þó mikilfengleiki hennar gæti orðið til þess að einhverjir þori ekki að senda sínar tillögur inn af hræðslu við að þær standist ekki samanburðinn. En ég vil hvorteðer ekkert tillögur frá soleiðs fólki þannig að hér er tillaga #2!
Verði ykkur að góðu.
hei
ReplyDeletemér finnst að þú ættir að flytja þig
ef þú færð pening fyrir að skrifa þá geturðu kannski eytt meiri tíma í skrif þín heldur en þú gerðir annars, okkur öllum til gleði og ánægju :)
þú ert uppáhalds íslenski bloggarinn minn,
þú veist örugglega af þessari
http://hyperboleandahalf.blogspot.com/
hún er líka mjög fyndin
lykke til :)
Lógóin eru svo megatöff að ég voga mér ekki að koma með tillögu.
ReplyDeleteBlogga fyrir pening - er það ekki algerlega málið?
ég myndi ekki selja mig fyrir hvað sem er. alltsvo ég myndi bara byrja að blogga annars staðar ef ég fengi líka eh fríðindi, krem, aðgerðir, megrunarkúra, ársneyslu af beikoni ... þúst. en skil gg vel að þú viljir flytja fyrir næstum hvað sem er ... ég meina hver vill blogga á sama stað og þessi karlfemínistahóra: http://gagnrynt.blogspot.com *æl*
ReplyDelete1sta tillagan er epísk, og hvernig T-ið myndar fókalpunkt sem gælir við augað - myndrænt beikon trompar aukinheldur stafað beikon (þá sleppur maður líka við að lesa extra).
ReplyDeletevarðandi tilboðið - gerðu þeim gagntilboð og bjóddu þeim að koma yfir til þín, miklu meira deig fyrir þig þegar upp er staðið. væri til dæmis hægt að koma þeim fyrir í "apríl 2010" í blog archive!
eða jafnvel undir "followers"!
ReplyDeleteHæ öll og takk fyrir kommentin!
ReplyDeleteJói: Takk! Þú ert núna uppáhalds íslenski lesandinn minn! Jú að sjálfsögðu þekki ég hana Allie Brosh! Hún var einmitt með afar skemmtilegt og inspírerandi tískublogg (næstum því jafn frábært (en samt ekki) og mitt) hérna: http://thegloss.com/author/abrosh/
Harpa: Júú kommoon! Ég veit mín eru frábær, og þín tillaga yrði að öllum líkindum ekki jafn frábær, en þú ættir samt að prófa að senda mér einsog eitt stykki, og ég skal lofa að segja ekkert ljótt (þó mér finnist lógóið vera það).
Nafnlaus: Já, ég ætti náttúrulega að krefjast réttar míns og heimta a.m.k. ársskammt af beikoni, megrunarkúra og nokkur smyrsl með parabeni. Ég ætti kannski að setja lögfræðing minn í málið?
Og ég hef einmitt hugsað þetta svolítið með þennan Sigurbjörn. Ég vil náttúrulega ekki vera með sömu endingu á vefslóð einsog þessi ógeðslega kvenremba (femínisti) en ég hugga mig þó við að ég var hérna á undan honum.
Jónó: Þú hefur nokkuð til þíns máls! Ég ætti náttúrulega að sölsa vefritið undir mig, frekar en öfugt. Og þú lest tillögu #1 einsog opna bók.
xoxo
-h
Ég segi blogg fyrir pening! Annars eru lógóin svo fögur að ég get ekki gert upp á milli. Grænt er samt litur peninganna nota bene.
ReplyDelete