Ég vona að þið fyrirgefið mér færsluskortinn hérna á blogginu. Ég hef bara verið ákaflega upptekin undanfarna daga við að skrifa lífstílsbókina mína, horfa á vídjó, hugsa um naglalökk, o.fl.
Til að bæta ykkur þetta upp færi ég ykkur últra-mega færslu, sem verður, skv. mínum mælingum, lengsta og jafnframt besta bloggfærsla sem birst hefur á íslensku síðan internetið var kynnt til sögunnar.
***
Eftir æsispennandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lógó Tískubloggsins liggja niðurstöður loks fyrir. Það var tillaga #8 sem hlaut afburða kosningu með hvorki meira né minna en 42% atkvæða.
Sigurlógóið. |
Því miður hefur komið í ljós að nokkrir annmarkar voru á framkvæmd kosninganna og er niðurstaðan því ógild. Fregnirnar ullu miklu fjargviðri og hafa þónokkrir krafist tafalausrar afsagnar ritstjóra Tískubloggsins eftir þessar fregnir. En lögfræðingur minn er með málið í skoðun og mun í fyllingu tímans koma með tillögur að lausn sem ég vona að allir geti sætt sig við.
Ég óska höfundi tillögu #8 engu að síður til hamingju með úrslitin.
***
Ég skulda Tobbu afsökunarbeiðni.
Því það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég skrifaði færsluna Takk fyrir ekkert, Tobba (sjá hér) og færði sannfærandi rök fyrir því að Tobba væri markvisst að reyna að bregða fyrir Tískubloggið fæti.
Hún fullyrti að besta leiðin til að ná frama væri að byrja að blogga, en þarsem ég hafði bloggað í heila þrjá mánuði þegar ég skrifaði færsluna en ekki fengið eitt einasta tilboð, þá fannst mér eðlilegasta skýringin vera sú að Tobba hefði lagt stein í götu mína því það væri ljóst að lífstílsbók mín myndi vera í beinni samkeppni við lífstílsbók hennar.
En hún virðist hafa verið einlæg í skrifum sínum, og ég ekki gefið forleggjurum og öðrum nægilegan tíma til að uppgötva óbrigðult tískuvit mitt og næmlega framsetningu, því Tískubloggið er nú ekki einungis komið með útgáfusamning fyrir lífstílsbók, heldur hefur Tískublogginu verið boðið að ganga til liðs við tvö vefrit og hvorki meira né minna en tvö dagblöð/tímarit hafa beðið Tískubloggið að koma lesendum þeirra til bjargar með hinum ýmsu ráðleggingum.
Að vísu hefur Tískublogginu ekki verið boðið að stýra sínum eigin sjónvarpsþætti ennþá, en ég trúi ekki öðru en að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist. (Þannig að nú fer hver að verða síðastur, kæru framleiðendur!)
Þannig að Tobba mín; Ég iðrast og ég vona að þú getir fyrirgefið mér.
(Og ég ætti kannski að nota tækifærið og þakka Tobbu pistilinn um kvenrembur (femínista) sem hún ritaði nýverið (sjá hér). Það var kominn tími til að einhver sendi þessum kvenrembum (femínistum) tóninn. Því það er alveg óþolandi hvernig þær eru alltaf að segja konum hvernig þær eigi að haga sér og hvaða störf þær eigi að vinna og hvernig þær eigi að klæða sig og hvernig þær eigi (ekki) að mála sig. (Ég meina, hver hefur ekki séð þær í snyrtivörudeildum Hagkaupa að líma svona límmiða einsog eru á sígarettupökkum á snyrtivörur, nema á þeim stendur Snyrtivörur drepa heilann, og hver hefur ekki orðið var við áróður þeirra á kvennaklósettum í háskólum á Íslandi þarsem þær segja námsmeyjum að þær verði að þrífa óþverrann (þeirra orð) framan úr sér ef þær ætli að standast prófin) Því þessar kvenrembur (femínistar) eiga nákvæmlega ekkert með að segja konum hvernig þær eigi að hegða sér. Nei, til þess þarf einhvern sem hefur eitthvað alvöru vit á málunum einsog Tobbu sjálfa (og raunar mig), og til allrar hamingju notar Tobba lífstílsbók sína óspart til að segja konum hvernig þær eigi að hegða sér á Facebook, hvernig varalit þær eiga að nota, hvernig þær eigi að klæða sig ef þær eru með lítil brjóst, hvernig þær eigi að prumpa, og margt, margt fleira.)
***
Tískublogginu hafa borist mörg aðdáendabréf þarsem lesendur lýsa yfir aðdáun sinni á Tískublogginu og forvitni um efnistök lífstílsbókarinnar. Vegna fjölda áskorana hef ég því afráðið að birta hér brot úr fyrsta kafla bókarinnar.
Einsog gefur að skilja vil ég síður vera að birta texta bókarinnar hér ókeypis á netinu, því þá á enginn eftir að kaupa hana þegar hún kemur út.
Ég dulkóðaði því kaflabrotið sem birtist ykkur hér að neðan.
*****, ****** ** **********
*****
***** ** ***** ******* ******, *** ****** ** ******** ** ***********. ** *** ******** ******** ********* ****. ****** ****** ***, *****, ******, ****** ** *******. ****** ***** ** ******* ** *********. ********** ******* ****** ****** ****** ****.
1) *******.
2) *** ** *****.
3) *****.
4) ****, ***** ** ******.
5) ***.
********* ** ******
******* ** **** ****** ***** ******. ****** ****, ****** ***. ****** ***** ** ******* ** *********. ********** ******* ****** ****** ****** ****. ****** ****** ***, *****, ******, ****** ** *******.
Ég vona að þetta gefi ykkur einhverja hugmynd um innihald bókarinnar og hvetji sem flesta til að tryggja sér eintak.
***
Bob Gray. |
***
***
xoxo
-h
Ég er ánægð með ógildingu kosninganna.
ReplyDeleteEnda hafði tillaga nr. 7 unnið í gallalausri og lýðræðislegri kosningu.
Ég get því miður ekki tekið afstöðu í þessu máli.
ReplyDelete