Monday, January 31, 2011

enn frekar af hártísku ungbarna

Hola lovers,

Hárleysi ungbarna er greinilega mun útbreiddara og algengara vandamál en mig hefði órað fyrir. Það er gott að Húsmóðir helvítis tók af skarið og opnaði umræðuna fyrir þetta viðkvæma mál hér í gestapósti, því það eru greinilega ýmis úrræði í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að viðurkenna vandamálið og leita sér í kjölfarið hjálpar.

Velviljaðir lesendur hafa bent síðunni á lausnir sem henta ef til vill efnameira fólki, eða þeim sem eru ekki nægilega handlagnir til að nýta sér ráðleggingar Húsmóðurinnar.

Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur tíu þumalfingur og ekkert ímyndunarafl þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig og sköllótta ungbarnið þitt.

Heklaðar hárkollur


Þessar einstaklega fallegu, hlýju og endingargóðu hárkollur má fá á Ebay fyrir aðeins 45 Bandaríkjadali.



Nánari upplýsingar og pantanir hér.

Hárkollur með áföstu hárbandi

Þessar þokkafullu og elegant ungbarnahárkollur eru gerðar úr efni sem heitir kanekalon og innra byrðið er úr mjúku flísefni sem fer vel með viðkvæma húð. Þær kosta u.þ.b. 30 Bandaríkjadali, að viðlögðu sendingargjaldi, en það þykir mér vera lágt verð fyrir að þurfa aldrei aftur að skammast sín fyrir barnið sitt!


Nánari upplýsingar og pantanir hér.

Ég vil þakka þeim lesendum sem sendu ábendingarnar kærlega fyrir.

Það er gott að vita af fólki einsog ykkur sem tekur samfélagslega ábyrgð sína á ófríðum ungbörnum alvarlega og lætur sig málin varða.

xoxo
-h

4 comments:

  1. https://docs.google.com/viewer?a=v&pid=explorer&chrome=true&srcid=0B9qqs9Ze8QTXOWY2Y2EwNzItMTk4MC00YjViLTljNDQtZjk1NzE0NDE2Mjll&hl=en

    ReplyDelete
  2. Sem hannyrðakona gleðst ég sérstaklega yfir hekluðu hárkollunum.

    ReplyDelete
  3. Góð grein um það hvernig allir dragast að beikoni:
    http://www.npr.org/blogs/health/2011/01/30/133304206/why-bacon-is-a-gateway-to-meat-for-vegetarians

    ReplyDelete
  4. Mikið er gaman að sjá að kærógenin er kominn í tísku! Ég verð þá að nýta þau og stoppa ættleiðingarferlið...
    -Esther

    ReplyDelete