Tuesday, March 29, 2011

boli vikunnar

Hola lovers,

Ykkur tilkynnist hérmeð að nýjasta nýjung Tískubloggsins, foli vikunnar, hefur hlotið nýtt nafn og kallast nú BOLI VIKUNNAR (Takk Jakob Sigurðsson, fyrir ábendinguna).

En einsog þið vitið öll þá eru bolar miklu stærri og sterkari en folar.

Þessi hérna myndi líka léttilega hafa lufsuna hann Alexander Pan undir ef svo ólíklega vildi til að þeir lentu í ryskingum.


Boli vikunnar heitir Þórólfur Hansen og helstu áhugamál hans eru heimspeki, Belly Bandit og latnesk teknótónlist.

Og stelpur, ótrúlegt en satt, þá er hann á lausu. *Blikkblikk*

xoxo
-h

daily bobsession!

B.o.B

xoxo
-h

Sunday, March 27, 2011

átfitt dagsins

Bolur: Á röngunni.

Buxur: Af kærasta, girtar ofaní sokka.

Sokkar: Ósamstæðir.

Hár: Slegið.

xoxo
-h

Saturday, March 26, 2011

átfitt dagsins

Hola lovers,

Hér kemur átfitt dagsins:




Bolur: Af kærasta.

Leggó: Keyptar á útsölu.

Fylgihlutur: Lítill kettlingur sem ég stal. Þegar hann er búinn að stækka aðeins meira ætla ég að stoppa hann upp og búa til veski úr honum.

Sokkar: Engir.

xoxo
-h

Friday, March 25, 2011

hártíska katta

Hola lovers,

Þið munið kannski eftir því þegar Tískubloggið fjallaði ítarlega um hártísku ófríðra ungbarna, sjá hér og hér.

Og einsog þið vitið eflaust þá hrjáir sama vandamál marga ófríða ketti (þó mínir séu blessunarlega lausir við það).

Það var því með miklum fögnuði sem ég las aðdáendabréf lesanda sem benti á þessa sniðugu lausn fyrir ketti.

Nú legg ég það bara í hendur ykkar, hæfileikaríku lesendur, að búa til uppskrift að herlegheitunum.

xoxo
-h

Thursday, March 24, 2011

Tískubloggið kynnir nýja nýjung; FOLA VIKUNNAR

Hola lovers,

Einn einlægasti aðdáandi Tískubloggsins benti nýverið á að á Tískubloggið vantaði sárlega liðinn "Fola vikunnar". Í kjölfar ábendingarinnar hélt ritstjórn Tískubloggsins krísufund, og komst að lokum, eftir miklar vangaveltur, að þeirri niðurstöðu að ábendandi hefði rétt fyrir sér; Tískubloggið þyrfti svo sannarlega að brydda uppá þessari nýjung.

Það er því með miklu stolti sem ég kynni ykkur nýjan lið, FOLA VIKUNNAR.

Foli vikunnar að þessu sinni er heitari en heitt. Hann heitir Alexander Pan, og áhugamál hans eru m.a. sólarolía með kókosbragði, langar gönguferðir við strandlengjuna þarsem hann getur látið goluna gæla við hárið á sér og síðan gengið áhyggjulaus að flæðarmálinu, virt fyrir sér mánann og látið sjóinn sleikja á sér tærnar, spunaspil og H.P. Lovecraft.



Og sorrí dömur, en hann er ekki á lausu.

xoxo
-h

Monday, March 21, 2011

inspiration dagsins










xoxo
-h

fjármunir karlmanna og hjól atvinnulífsins

Hola lovers,

Einsog þið vitið þá er ekkert minna sexí en kona sem hefur áhuga á stjórnmálum. Ég er alltaf meðvituð um að hámarka kynþokka minn á öllum stundum (sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég sef alltaf í sokkaböndum og með varalit (hinar eru persónulegar og ég vil síður deila þeim á alnetinu)) og því reyni ég eftir fremsta megni að forðast fréttir og umræður um stjórnmál. En sum mál eru bara svo hávær að umræðan um þau smitast jafnvel inná lífstílssíður og tískublogg (sem er það eina sem ég les á netinu) og svo maður tali nú ekki um Facebook. Dæmi um pólitísk málefni sem maður tekur nánast upp með osmósu er þetta Icesave (sem ég hef gert mér far um að skilja ekki (sem er erfitt, því það er svo ógeðslega einfalt (og ég er svo gáfuð))).

Annað dæmi um pólitískt málefni sem mér hefur ekki tekist að forðast er niðurskurður hjá ríkinu, og sorrí lovers, en ég bara get ekki annað en haft skoðun á því. Ég geri mér grein fyrir því að með því að hafa skoðun á þessu máli þá er ég mögulega að traðka á brothættri sjálfsmynd einhverra karlmanna (með því að hafa skoðun) og ég mun líklega missa þónokkuð af kynþokka mínum í ykkar augum (get ég bætt ykkur þetta upp með því að birta mynd af kloflausu nærbuxunum mínum?), en ég get bara ekki á mér setið.

Nýverið voru birtar upplýsingar um að fækkað hafi verið um 540 stöðugildi hjá ríkinu í niðurskurði í kjölfar kreppunnar. Þar misstu 470 konur atvinnu sína og 70 karlar. Einnig er áformaður mikill niðurskurður í leik- og grunnskólum, en þar starfa að mestu konur.

Á sama tíma eru uppi áform um að ríkið fara út í dýrar framkvæmdir til að „koma hjólum atvinnulífsins í gang“ og búa til störf handa karlmönnum í byggingariðnaði.

Ég fagna þessari þróun ákaft. Því einsog og þið vitið er sjálfsmynd karlmanna ákaflega brothætt, og séu þeir mjög lengi án atvinnu verður sjálfsmynd þeirra afar löskuð og getur jafnvel orðið fyrir varanlegum skaða. Konur aftur á móti skilgreina sig ekki út frá starfi sínu, stöðu eða menntun, heldur er það útlit þeirra, hjúskaparstaða og þyngd sem mótar þeirra sjálfsmynd. Af framansögðu ætti því að vera dagljóst að störf karlmanna eru mikilvægari en störf kvenna, og það gleður mig að stjórnvöld skuli gera sér grein fyrir því.

Einhverjir hafa bent á að ríkið sé, með því að skera niður í heilbrigðiskerfi á sama tíma og dýrar framkvæmdir eru áformaðar, einungis að færa fé úr einum vasa í annan, en það er allsendis ósatt.

Það sem þarf að einblína á núna er að koma samfélaginu í gang aftur eftir hrunið. Til þess þarf að dæla peningum út í samfélagið með því að skapa atvinnu svo fólk fái laun, geti borgað af lánunum sínum og geti keypt vörur eða þjónustu, sem svo aftur skapar meiri atvinnu o.s.frv. Og það er löngu vitað að þeir peningar sem karlar fá greidda eru miklu betri en þeir peningar sem konur hafa á milli handanna. Peningar úr karlmannsveski eru miklu meira atvinnuskapandi en peningar úr kvenmannsveski, og fjármunir karlmanna koma hjólum atvinnulífsins fyrr og betur í gang en það fé sem kvenfólk aflar.

Þess vegna eru aðgerðir ríkistjórnarinnar nú hárréttar.

xoxo
-h

Og hér, svo ykkur finnist ég aftur sexí, fáið þið að sjá kloflausu nærbuxurnar mínar (myndin er tekin áður en ég klippti gatið).

Tuesday, March 15, 2011

þegar gæludýrafóður bjargaði ástinni, og mér

Hola lovers,

Hef ég nokkuð sagt ykkur frá því þegar gæludýrafóður bjargaði ástinni, og mér?

Nei?

Jæja, ég geri það seinna. Klukkan er nefnilega orðin margt.

xoxo
-h

daily bobsession!

Bob Barr.

xoxo
-h

Friday, March 11, 2011

Tískubloggið skrifar um tískublogg fyrir heimska útlendinga á Íslandi

Hola lovers,

Einsog þið vitið kannski, þá er núna mars. Og hátíðin HönnunarMars fer, ótrúlegt nokk, fram í þessum mánuði.

Og í tilefni hátíðarinnar bað dagblaðið Reykjavík Grapevine Tískubloggið nýverið að skrifa greinarstúf um íslensk tískublogg. Ég gladdist mjög fyrir hönd ritstjóra og ekki síður lesenda blaðsins, að fá svo merkan pistlahöfund til að leggja útgáfunni lið, en sá böggull fylgdi skammrifi að blaðið er alfarið á ensku, og þið vitið eflaust að ég tjái mig eingöngu á þeirri tungu sem mér er tömust. En Tískubloggið hefur aldrei hlaupist undan áskorun, svo ég sagði að sjálfsögðu já, með þeim skilyrðum að ég myndi skrifa greinarkornið á íslensku og skella henni svo í gegnum hina einstaklega handhægu þýðingarvél sem ég uppgötvaði síðla hausts árið 2010.

Það var samþykkt, svo ég settist við tölvu kærastans (hann á nefnilega apple-tölvu en ég á pc, og mér fannst einhvernveginn meira viðeigandi að skrifa pistil fyrir hönnunardaga á apple (afþví þær eru svo hönnunarlegar, þið vitið (eða það segja a.m.k. auglýsingarnar fyrir þær (og þeim trúi ég alltaf)))), ritaði meistaralega greiningu mína á hinu (næstum því) séríslenska fyrirbæri sem tískublogg er og sendi inn til ritstjóra og hlaut miklar þakkir fyrir (en hann hlaut á móti þá upphefð að fá tölvupóst frá mér (sem eru samt ekki jöfn skipti (þó ég fái að auki greitt (en það kemur samt ekki alveg út á sléttu)))).

Blaðið kom svo út í dag og er fáanlegt víðsvegar um bæinn án endurgjalds, og það má einnig nálgast rafrænt á heimasíðu þeirra hér.

En ég veit að lesendur mínir eru engir helvítis túristar svo ég ætla að birta pistilinn hérna á íslensku líka.

Upprunalegi pistillinn á íslensku er því miður að eilífu glataður, því apple-tölva kærastans hrundi (sem ég hélt að ætti ekki að vera hægt (hafiði einhverntímann séð auglýsingu þarsem auglýstar eru tölvur sem hrynja?)), en það kemur ekki að sök, því ég skellti henni bara aftur í gegnum þýðingartólið góða.

Njótið.

***


Creative neysluhyggju og Gral Tíska Blogger

Hola elskendur,

Þú getur ekki þekkja mig, en þú ættir. (Ef þú ert útlendingur í heimsókn til landsins, ég fyrirgef þér, en ef þú ert innfæddur Íslendingur þú hefur enga afsökun)

Ég er mest áberandi tíska blogger Ísland hefur alið, og ég blogga aðallega á íslensku (sem er eina trúverðugur ástæðan fyrir því að þú ferðamenn gætu ekki hafa heyrt um mig). Og ég fullvissa þig um, að vera leiðandi tísku á Íslandi blogger er ekki lítið feat, eins og Ísland, hafa meðal hæstu læsra í heiminum og erfða hæfileiki fyrir tísku, sennilega hefur einnig mest tíska bloggara á mann í heiminum.

Ég blogga á flestum smart heimasíðu landsins, www.tiskublogg.blogspot.com, og þegar The Reykjavík Grapevine bað mig um að skrifa verk við hönnun mars mál sem ég samþykkti strax.

Eins og þú sennilega þegar vita ef þú ert að lesa þetta, Ísland er mest skapandi land í heimi. Við erum þekkt fyrir skapandi tónlistarmenn okkar, skapandi listamenn okkar, skapandi nafngiftir okkar eldfjalla og skapandi banka okkar. Og við íslenska tísku bloggara (að íslensku) eru skapandi mikið eins vel, þó við veljum að beina sköpun okkar með óhefðbundnum leiðum. Óhefðbundin, því við bý ekki neitt eins hversdagsleg og áþreifanlegum hlutum. sköpun okkar eru ágrip og íhugunar, frekar en efnisleg og því eilífa.

Við skrifa um hluti sem við viljum að kaupa og sýna í grafískri hætti hvernig við myndum nota þau í skapandi hátt ásamt öðrum hlutum sem við viljum kaupa. Þetta gæti verið að leggja til skyrtu mannsins vera borinn pils konunnar, með gerfi-beikon lengjur sem bandanna, eða kannski að nota axlabönd sem Brassiere.

The smart útgáfa af þessari mynd af sköpun er án efa að senda myndir af hlutum sem þú vilt í raun að kaupa, en mun sennilega aldrei vera fær um að veita í lífi þínu, og upplýsa lesendur um hvernig þú myndir nota málið með öðrum hlutum sem þú sárlega vilt, en mun aldrei hafa efni á.

Því það er heilagur gral í tísku hjá blogger til að girnast hluti sem eru í senn að ná (þar sem þeir eru til sölu) og unattainable (vegna þess að engin venjuleg manneskja hefur efni á þeim) og því himneska.

Þessi mynd af sköpunargáfu vinsæl hjá bloggara tísku um allan heim er það sem ég kalla skapandi neysluhyggju, og það vilja vera the næstur stór hlutur.

xoxo
-h

[Þessi grein var þýdd á ensku af Google Translate.]


Ég, með kórónuna sem Samband Íslenskra Tískubloggara (SÍT) sendi mér, og ég á fyllilega skilið.

Wednesday, March 9, 2011

átfitt dagsins

Hola lovers,

Bolur: Af kærasta.

Sokkabuxur: Útland.

Sokkar: Útland.

Gæludýrafóður: Best í heimi, frá styrktaraðila síðunnar.

Köttur: Vel fóðraður.

xoxo
-h

Monday, March 7, 2011

brothætt sjálfsmynd karlmanna

Hola lovers,


Ég vona að þið afsakið bloggleysið, en sannleikurinn er sá að ég hef verið iðin við að skrifa lífstílsbókina sem kemur út í haust, og það er bara þannig að þegar maður hefur mikið að gera við að raka sig að neðan, blogga, skoða sig í spegli og skrifa bók þá verður bara eitthvað undan að láta og því miður var það bloggið (afþví ég kann að forgangsraða).

En í lífstílsbókinni fjalla ég einmitt töluvert um brothætta sjálfsmynd karlmanna og varð því glöð þegar ég rakst á þessa grein, því höfundur hennar er á svipuðum slóðum í hugvekju sinni og ég er í minni lífstílsbók.

Því þó karlmenn séu nær undantekningarlaust sterkari, gáfaðri og hæfileikaríkari en kvenfólk, þá eru engu að síður dæmi um það að sjálfsmynd þeirra sé í öfugu hlutfalli við atgervið.

Og þá kemur það í hlut kvenna að taka saman höndum og styrkja hana.

Hún Klara Egilson hittir nefnilega naglann á höfuðið í grein sinni þegar hún skrifar: „Þú mátt aldrei vera sterkari en hann. Það gerir bara lítið úr manninum.“

Eiginlega er það sárara en tárum taki að hún finni sig knúna til að leggja áherslu á þessa staðreynd sem ætti að vera viðtekin sannindi, en ætli það að hún telji þörf á því að taka þetta sérstaklega fram sýni ekki bara að enn er rík ástæða til að brýna þetta fyrir ungum og óreyndum konum sem hafa ekki fengið nægilega gott uppeldi (og við þurfum að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að því miður eru til stúlkubörn sem eru aldar upp af geðsjúkum einstaklingum sem innræta þeim annan og verri hugsunarhátt (en ég bið ykkur að hafa í huga að ekki er við stúlkurnar sjálfar að sakast, heldur foreldra þeirra (og að vissu leyti samfélagið (og þar með okkur sjálf, fyrir að láta þennan ósóma sem femínisminn er viðgangast (þannig að lítið í eigin barm, áður en þið dæmið))))).

En styrkur felst í ýmsu, s.s. ósérhlífni, hæfileikum, heiðarleika, hárri stöðu, gáfnafari, kímnigáfu og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að slá því föstu að í greininni hafi Klara ekki eingöngu átt við líkamlega yfirburði og því má heimfæra tilvitnunina í Klöru yfir á flest allt sem jákvætt má telja í fari manneskju.

Ég finn mig knúna til að leggjast á sveif með Klöru og brýna eftirfarandi fyrir kynsystrum mínum, og sérstaklega saklausum fórnarlömbum kvenrembunnar (femínismans):

Konur skulu ávallt gæta þess að vera ekki gáfaðri, hæfileikaríkari, heiðarlegri, fyndnari eða hærra settari en karlmenn í kringum þær, og fyrir alla muni skulu þær forðast að vera með hærri laun en þeir.

Því það gerir bara lítið úr manninum.

xoxo
-h

Saturday, March 5, 2011

naglatískublogg

Hola lovers,

Hér fáiði annað naglatískubloggið á afar stuttum tíma.

Verði ykkur að góðu.


Karlmennska á vinstri. Ég ætlaði svo að gera kvenmennsku á hægri, en það var ómögulegt að athafna sig með þessar neglur, svo önnur höndin varð að duga að sinni.

xoxo
-h

átfitt dagsins

Hola lovers,

Þetta er dressið í dag:



Kjóll: Náttkjóll af mömmu sem hún keypti árið 2007, en hann hljóp í þvotti svo hún gaf mér hann.

Ullarsokkarbuxur: Úr ull.

Hár: Óþvegið.

Köttur: Þungur. (Ég ákvað að hafa hann með í myndatökunni því feldurinn á honum tónar svo vel við sokkabuxurnar (og hárið á mér))

xoxo
-h