Thursday, October 21, 2010

takk fyrir ekkert, Tobba

Hola lovers,

Einsog þið vitið eflaust þá er æðsti draumur minn að fá útgáfusamning og gefa út tísku- og lífstílshandbók. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að ráðleggingar Tískubloggsins eigi mikið erindi við hinn almenna lesanda, og myndu bæta lífsgæði kvenna um heim allan til muna.

Það gladdi mig því óheyrilega mikið að lesa þessi orð á blogginu hjá ædolinu mínu, henni Tobbu Marínós.

„Mitt helsta ráð ungs fólks sem langar að reyna fyrir sér í fjölmiðlum – hvort sem það er ljósmyndun, blaðamennska, sjónvarp eða hvað sem er, þá er lausnin blogg [...] Aðalatriði er að það sé eitthvað sem þú hefur einlægan áhuga á – annars verður upplifun þín og þar af leiðandi textinn aldrei neitt spes  [...] Bloggið landað mér til dæmis fyrsta bókasamningnum mínum.“ (sjá meira hér )

Ég hef einmitt mjög einlægan áhuga á tísku, megrunum og lífstílum og því hlýtur upplifun mín, og þar af leiðandi textinn líka, að vera mjög spes.

En ég skil bara ekki afhverju mér hefur enn ekki verið boðinn útgáfusamningur fyrir Lífstílinn - Megrun, tíska, Bob & beikon (en það mun verða heitið á bókinni minni, það eða Hinn dömulegi lífstíll). Nú er ég búin að halda úti þessu bloggi alveg síðan um miðjan júlí, eða um þrjá mánuði, og forleggjarar hafa því haft feykinógan tíma til að uppgvöta mig, dást að tískuviti mínu og næmlegri framsetningu og bjóða Tískublogginu útgáfusamning.

Ég hef brotið heilann mikið, lagt höfuðið í bleyti, brætt þetta með mér og sofið á þessu og komst að lokum að því að það er bara ein rökrétt skýring á því að forleggjarar hafa ekki ennþá haft samband.
Og hún er ekki falleg, lesendur kærir.

Eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Tískubloggið sé ekki komið með undirritaðan útgáfusamning er sú að Tobba Marínós sé vísvitandi að reyna að bregða fyrir mig fæti.

Því allir geta séð að lífstílsbók mín mun vera í beinni samkeppni við lífstílsbók hennar sem kemur út núna fyrir jólin, nema að mín verður að sjálfsögðu miklu, miklu betri.
Það hlýtur Tobba að vita og því gerir hún sér væntanlega far um að leggja stein í götu Tískubloggsins. En hún er undirförul, og skrifar því feik ráðleggingar á bloggið sitt, einsog hún vilji í alvörunni að Tískublogginu takist að landa útgáfusamningi.

En veistu hvað Tobba? I´m on to you.

Og þú ert ekki lengur ædolið mitt.

P.S. Forleggjarar, hvar í fjandanum er útgáfusamningurinn minn?

xoxo
-h

3 comments:

  1. Gæti verið að þú fáir ekki útgáfusamning vegna þess að þú ert ekki með gat í naflanum eins og Tobba? ...hún er svo svööööl...!!!

    ReplyDelete
  2. Sæl Hildur
    Til hamingju með bókina.

    Tobba

    ReplyDelete