Thursday, October 7, 2010

Tískubloggið sniðgengið

Pjattrófubloggið er uppáhaldsheimasíðan mín. Ég kíki þangað oft á dag og reyni að fara í öllu eftir megrunar- og fegrunarráðum þeirra, og ég kaupi allt sem þær mæla með.

Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum við uppbyggingu og útbreiðslu síðunnar, t.d. með því að hafa link á hana á mínu eigin tískubloggi, og ég hef líka reynt að taka þátt í umræðum á síðunni þeirra, koma með góðar ráðleggingar o.s.frv.

En einhverra hluta vegna eyða þær kommentunum mínum. Ég kommentaði og spurði hversvegna þær hefðu eytt kommentinu mínu og þær eyddu því kommenti líka. Ég var að pæla í að kommenta og spyrja hversvegna þær hefðu eytt kommentinu mínu þarsem ég kommentaði að þær hefðu eytt kommentinu mínu, en grunaði að þær myndu svo bara eyða því líka og þá þyrfti ég að kommenta og spyrja hversvegna þær hefðu eytt kommentinu mínu þarsem ég var að kommenta á að þær hefðu eytt kommentinu þarsem ég kommentaði á að þær hefðu eytt kommentinu  mínu og þá áttaði ég mig skyndilega á því að ég hefði óvart skilgreint óendanleika á mannamáli, sem er eitthvað sem vísindamenn hafa glímt við frá örófi alda en aldrei tekist.

Sjitt, ég ætti kannski bara að hætta við að verða prófessjónal tískubloggari og verða heimspeðlisfræðingur í staðinn?

xoxo
-h

3 comments:

 1. What? Pottþétt öfundsýki hjá þeim!

  ReplyDelete
 2. vá, mig svimaði við að lesa þetta blogg...

  ReplyDelete
 3. Já helduru að þær séu öfundsjúkar Lillý?

  Og það er ekki von að þú skiljir þetta Rún mín, enda ertu ekki sjálfsprottinn heimspeðlisfræðingur einsog ég.

  ReplyDelete