Thursday, August 12, 2010

það bar til um þessar mundir / a.k.a. sorgarfréttir

Hola lovers,

Verið óhræddir, því sjá, ég boða ykkur mikinn ófögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: boð kom frá keisara um að ég fengi áframhaldandi atvinnu. En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.

Með öðrum orðum; ég verð ekki atvinnulaus í vetur. Og ég er hrædd um að þið vitið hvað það þýðir;

Færri átfittpóstar.

En látið ekki hugfallast, því morgundagurinn og helgin lofa góðu. Ég er nefnilega að fara í smávægilega aðgerð í fyrramálið. Það er ekkert alvarlegt. Ég ákvað bara að fara í legnám. Læknirinn minn mælti með því afþví að:

a) Legið er á stærð við krepptan kvenmannshnefa og mittismálið minnkar talsvert sé það fjarlægt.
b) Svæfingin fer oft illa í fólk og veldur uppköstum og lystarleysi, og ég er vongóð um að missa nokkur kíló.
c) Allir með snefil af sjálfsvirðingu vita að það er í tísku að ættleiða. Organísk afkvæmi eru old news, og þessvegna hef ég ekkert við æxlunarfæri að gera.
d) Aðgerðin er niðurgreidd af Tryggingastofnun.

Það er því bara slappelsi, uppköst og innivera á dagskránni næstu daga, og einsog metnaðarfullum tískubloggara sæmir verður allt samviskusamlega fest á filmu og birt.

Og lesendurnir sneru aftur og vegsömuðu tískubloggið og lofuðu það, fyrir það sem þeir höfðu lesið og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

xoxo
-h

4 comments:

 1. Þrátt fyrir færri pósta vil ég samt óska þér til hamingju með áframhaldandi atvinnu! :)

  ReplyDelete
 2. Ugh! Bömmer mar...
  En til hammó með legnámið!

  -St3rz

  ReplyDelete
 3. hahaha var að renna yfir bloggið þitt og þú ert skemmtilega kaldhæðin :) keep it up!

  ReplyDelete