Sunday, August 15, 2010

átfitt dagsins

Ég elska ekki sunnudaga. Sérstaklega þegar það rignir.


Náttkjóll: Mamma keypti hann á næturmarkaði í Taívan, en hann hljóp svo mikið í þvotti að hún gaf mér hann. Mér þykir hann helst til dömulegur, og líður alltaf einsog Mary Bennet úr Pride & Prejudice & Zombies þegar ég er í honum. Þó er hægt að draga úr ógifta ungmeyjarbragnum með því að vera í karlmannlegum náttbuxum undir honum, eða með órakaða leggi.

Buxur: Náttbuxur með kattarloppum á botninum. Þær sjást þó ekki í gegnum kjólinn, sem er miður.

Sokkar: Engir.

Hár: Flækist ekki fyrir.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment