Monday, August 9, 2010

Áttfitt helgarinnar vol. I

Hola lovers,

Afsakið hvað þessi átfittpóstur var lengi á leiðinni. Ég var nefnilega netlaus í sumarbústað um helgina, en einsog þið vitið þá á maður helst að vera inni og lesa bók þegar maður er í bústað og dvölin gefur því oft tilefni til allskonar innifatnaðar.

Glöggir lesendur velta þó kannski fyrir sér hvernig ég hafi farið að því að birta færslur alla helgina þrátt fyrir að hafa verið netlaus í sumarbústað. Við ykkur, athugulu lesendur, vil ég segja: Athugulu lesendur. Þið eruð athugul. En það er til fídus á blogger sem gerir manni kleift að skrifa færslur fyrirfram, tímasetja þær síðan og svo birtast þær. (Skilaboð enda)

Og þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir; Átfitti helgarinnar, og ég vind mér bara beint að efninu.
Laugardagsátfitt:



Bolur: Afar, afar stór karlmannsbolur, sem stór karlmaður gaf kærasta mínum eitt sinn (og þið eigið eflaust afar, afar bágt með að trúa því, en hann lét bolinn af hendi því hann var of lítill á hann). Hinn afar, afar stóri bolur er þó ívið stór á kærastann og hefur ekki verið mikið notaður, þangað til ég uppgvötaði hann nýverið.

Buxur: Leggings sem ég hata. (Þetta eru einar af þeim óþolandi gerðum sem passa í svona rétt rúman klukkutíma eftir þvott en svo koma hné í þær og þær teygjast og togast og eru almennt óþolandi. Ég nota þær því ekki nema allt annað sé óhreint, enda eru þær líka svolítið þröngar í mittið (og mikið er þetta annars furðuleg, og undarlega algeng, blanda, að flík sé í senn of víð og of þröng, en ætli þetta fylgi því ekki að vera með hliðarspik (eða einsog ég kalla það, mjaðmir)) og svo er efnið einhvernveginn perralega mjúkt og það festist allt kusk í þeim, og þegar ég hugsa betur útí það þá held ég að mig langi kannski ekkert að eiga þær lengur (og skil ekki hversvegna mér var ekki búið að detta í hug að losa mig við þær fyrr!). Þannig að ef ÞÚ, kæri lesandi, hefur áhuga á að eignast hreint öndvegis leggingsbuxur (og á mjög góðu verði) skaltu senda tískublogginu póst á tiskublogg@gmail.com. Annars klippi ég þær í tuskur og bý til molotovkokteila (frekar en að þurrka af, þið skiljið (því einsog allir vita þá voru tuskur upphaflega ekki hugsaðar til húsþrifa (heldur til hryðjuverkastarfsemi))) Keyptar í H&M.

Hár: Í teygju.

Sokkar: Engir.

Bakgrunnur: Íslenskt birki.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment