Hæ, Lilja hérna aftur með gestapóhóhóóóst.
Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni um helgina og það var GEÐVEIKT. Ég er bara í fashion-vímu og verð sennilega langt fram á haust! Vinkona mín er óperusöngkona og því auðvitað alltaf klædd samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Hún var í ógeðslega smart design-kjól frá íslenskum hönnuði (nafnið er stolið úr mér, byrjar á A) og brúðguminn, sem vinnur á næturvöktum í húsdýragarðinum, lét sérsauma á sig fannhvítar glímu-jeggings í Asíu (hann æfir líka sund). Það vildi þó ekki betur til en svo að á ögurstundu skar hann sig á mjaðmabeltinu sem fylgdi buxunum (þvílíkt rómó með nafnið hennar laser-skorið í stál) og þurfti að vera með sárabindi á hendinni í athöfninni. Mér fannst það reyndar bara koma ágætlega út. Ég vil óska brúðhjónunum aftur innilega til hamingju og þakka þeim fyrir innblásturinn. Næsti gestapóstur verður sennilega algjörlega tileinkaður brúðarkjólum!
Brúðhjónin, lukkuleg! |
Melluband = Lánsgripur frá móður brúðgumans
Svartur varalitur his/hers = Dior
Fjaðrirnar í kjólnum og hvíta bringuslikjan = Húsdýragarðurinn
Höfuðfat brúðgumans = Victoria‘s secret
-Lilja
No comments:
Post a Comment