Wednesday, August 4, 2010

naglatískublogg

Einsog þið vitið lesendur góðir, þá snýst tíska ekki bara um föt, heldur heildarlúkkið. Tíska er lífstíll, og naglalakk segir mikið um innra líf.

Eðlilega eru því til nokkur tískublogg sem eru alfarið helguð nöglum og naglalakki. Það besta er án efa þetta hérna, en höfundurinn birtir myndir af nöglunum á sér á hverjum degi. Hérna eru nokkur sýnishorn fengin að láni frá síðunni hennar:

Ég hef ákveðið að taka hana mér til fyrirmyndar, og lakkaði því á mér neglurnar í dag. Það tók ekki nema einn og hálfan klukkutíma og þrjár tilraunir, og lífgar sko aldeilis uppá útlitið!
Voila!

Bleik hjörtu á vinstri.

Táknmynd hinnar fallísku móður á hægri.

Hvet ykkur til að prófa sjálf!

xoxo
-h

6 comments:

 1. Er þetta blogg grín?
  Ert með voða lítið fashion sense as far as I'm concerned.
  Þú ert að mæla frekar stórt með því að skíra þetta tískublogg..
  -Linda

  ReplyDelete
 2. Nei Linda auðvitað er þetta ekki grín!
  Það liggur við að maður móðgist bara...

  Kannski ert það þú sem ert með voða lítið tískuvit, hefurðu velt því fyrir þér?

  ReplyDelete
 3. Haha æi ég ætla ekki að fara að rífast við þig:)
  Ég vinn í tískubúð og kaupi nokkur tískublöð á mánuði, myndi segja mig mjög informed hvað tískuna varðar, enda fékk ég sjokk þegar að ég sá þetta blogg en svo hugsaði ég að þetta hlyti að vera eitthvað djók. En jájá frábært hjá þér, gott að einhverjum finnist þetta flott:)
  -Linda

  ReplyDelete
 4. Ókei við skulum ekki rífast. Verum bara vinkonur.

  Má ekki bjóða þér að vera með gestapóst?! Fyrst þú vinnur í tískubúð og kaupir blöð og svona?

  ReplyDelete
 5. Ég frussaði kaffi yfir tölvuna mína ég hló svo mikið.

  Takk fyrir að gera daginn minn aðeins betri :D

  ReplyDelete