Sunday, August 15, 2010

hinn fullkomni fylgihlutur

Hola lovers,

Ég er öll að skríða saman, og er búin að léttast um heil þrjú kíló! Vei!

Ég er svo ógeðslega ánægð með að hafa bara drifið í þessu, því þetta er að mínu mati algjörlega þess virði. Og eins og ég nefndi í færslu hér að neðan þá ætlaði ég hvort sem er ekki að eignast organísk börn.

En maður verður eiginlega að eignast nokkur, því það er í tísku, og tískubloggið fylgir alltaf tískunni. Börn eru líka krúttleg og fatahönnuðir hafa sem betur fer tekið við sér og eru farnir að framleiða flott föt á þau. Það er hægt að fá geðveikar kerrur, og svo er loksins hægt að kaupa málningardót fyrir krakka, guði sé lof.

Mér finnast ættleiðingar algjörlega vera málið. Það er í rauninni miklu miklu sniðugra heldur en að framleiða þau sjálf. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að eignast ljótt eða fatlað barn, maður sleppur við níu mánaða kokteilbindindi og sleppur líka við að fitna og fá ógeðsleg slitför. Í staðinn getur maður bara borgað staðfestingagjald, fengið sendan bækling með nokkrum börnum, valið það krúttlegasta og fengið það sent (þó sumar ættleiðingarskrifstofur krefjist þess reyndar að maður fari sjálfur að sækja þau, en þær eru leim og ég myndi ekki skipta við þær), og svo það besta af öllu; maður getur skilað því ef maður fílar það ekki.

En það er einn ókostur við ættleiðingarferlið, og það er að það tekur bara svo ógeðslega langan tíma (þó það sé reyndar hægt að fá börn á svörtum markaði líka, en ég mæli ekki með því, skilst að það geti verið erfitt að skila þeim og maður fær ekki alltaf að velja eintakið).

Þessvegna finnst mér þetta hérna svo ógeðslega sniðugt.

Þessar gersemar eru fáránlega raunverulegar, maður getur keypt öll flottu fötin á þær og smellt þeim í einhvern geðveikan vagn. Og ef maður fær leið á þeim þarf maður ekkert að standa í að skila þeim heldur getur maður bara hent þeim uppá háaloft.

Mig langar mest í þessar hérna:Verst að þau eru ekki með nein svört eða asísk börn í boði, en þau eru samt með svolítið sem er eiginlega ennþá betra:


Já! Þetta er lítill api! Hversu kjút er hann?

Og þau selja meira að segja tvíbura líka, en einsog allir vita er mjög heitt að eignast svoleiðis um þessar mundir.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment