Sunday, August 1, 2010

átfitt - þynnkudagur

Ég fór í dásamlegt sveitabrúðkaup í gær. Dansaði þangað til fimm í morgun og þynnkuátfittið í dag er bein og eðlileg afleiðing af því.

Buxur: Of stórar (og mjög svo gegnsæjar, og þar af leiðandi óviðeigandi utanhúss) hvítar leggings sem ég keypti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í London.

Peysa: Af kærastanum. Mér var kalt og ég rakst á hana á stól inní stofu.

Sokkar: Ósamstæðir. Úr H&M.

Köttur: Athyglissjúkur.

Svo er það bara pítsa, vídjó, afréttari og nammi það sem eftir lifir dags.

x0x0
-h

No comments:

Post a Comment