Wednesday, August 4, 2010

100% náttúrulegur líkamsmaski

Einsog allir vita þá eru það bara konur með fullkomna húð sem ná sér í kærasta. Tískublogginu er umhugað um allar þessar óheppnu einhleypu konur og vill benda þeim á þennan frábæra og 100% náttúrulega heimagerða maska.

Hann er einfaldur, fljótlegur og hollur og húðin verður silkimjúk og fín eftirá!

Líkamsmaski:
180 gr sykur
2 eggjahvítur
1/2 teskeið lyftiduft

Aðferð:

Blandið lyftiduftinu varlega saman við sykurinn. Stífþeytið eggjahvítur þangað til þær eru léttar og ljósar. Blandið sykri og lyftidufti svo varlega saman við og þeytið þangað til þið sjáið sykurkornin ekki lengur. 

Nú á maskinn að vera það þykkur að þið getið snúið skálinni á hvolf án þess að hann lendi á gólfinu. 

Farið úr öllum fötunum og berið c.a. 2 cm þykkt lag af maskanum á allan líkamann. Setjið plastfilmu yfir og bíðið í fjóra klukkutíma. Skafið maskann svo af, setjið í vel smurt kökumót og bakið á vægum hita í 1-2 klukkustundir.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment