Thursday, August 19, 2010

naglatískublogg - afsakið fjarveru mína

Hola lovers,

Ég bið ykkur innilegrar afsökunar á því hve léleg ég hef verið að uppfæra síðuna í gær og í dag. Hef verið upptekin að skoða afar spennandi tilboð sem ég fékk nýverið inn á mitt borð. Því miður er það enn á frekar viðkvæmu stigi, og ég má ekki tjá mig um það einsog stendur, en ég get þó sagt ykkur að það felur alveg örugglega ekki í sér útgáfusamning á tísku- og fegrunar- og megrunarráðum tískubloggsins, og ekki heldur sjónvarpsþátt tískubloggsins á ónefndri útlendri sjónvarpsrás.

En meira um það seinna.

Ég er svo spennt að ég á bágt með að tjá mig í orðum núna, og því kaus ég öðruvísi útrás í dag, nefnilega myndlist. Þið fáið því eitt stykki naglatískublogg og verði ykkur það að góðu.

Vinstri: Blóðbað á grösugu engi.
Hægri: Án titils.
xoxo
-h

No comments:

Post a Comment