Hola lovers,
Ég var að lesa pistil eftir kollega minn hana Mörtu Maríu í gær. Og þar meitlaði hún svolítið sem ég hafði áttað mig á fyrir löngu, en aldrei komið almennilega í orð:
"Það deyr bara eitthvað þegar kona klæðir sig í flatbotna skó"
Ég segi amen við því, systir Marta María!
Í annarri frétt fjallar hún um átrúnaðargoð mitt hana Soniu Rykiel og vitnar í fleyg orð sem fatahönnuðurinn lét eitt sinn falla: "Hvernig er hægt að lifa hátt án þess að ganga á hælaskóm?", en það voru einmitt þessi orð hennar sem vöktu mig til vitundar um hversu lágkúrulegt líf mitt hafði verið allt fram að þessu.
Þessi færsla er því tileinkuð Mörtu og Soniu og öllum þeim konum sem kjósa að lifa hátt og neita að láta eitthvað deyja.
xoxo
-h
Ég elska þig, tískubloggari. Takk fyrir besta tískublogg landsins/heimsins.
ReplyDeleteVerði þér að því, kæra Lilja.
ReplyDeleteVið hér á tískublogginu skrifum af hugsjón og berum almenningsheill fyrir brjósti.
Ó vá ég verð að fá mér glæru skóna með köngulónni. Þá get ég loksins litið út eins og ódýr fatafella með óeðlilegan áhuga á köngulóm.
ReplyDeleteJá ég ætla bráðum að stofna mína eigin (vef)tískuverzlun og þar verða þeir til sölu!
ReplyDeleteÓdýrar fatafellur með óeðlilegan áhuga á köngulóm unite!
Whoop whoop!
...og fyrst þið spyrjið; já þetta eru beikonhælaskór.
ReplyDeleteÚr alvöru beikoni? Verður maður ekki eltur af öllum hundum í Reykjavík ef maður fer í svoleiðis skó.
ReplyDelete