Sunday, October 31, 2010

átfitt dagsins o.fl.

Hola lovers,

Stundum koma dagar þar sem get ég hreinlega ekki tekið myndir fyrir átfittpósta afþví að annar kötturinn (eða stundum báðir) þvælist svo mikið fyrir og treður sér inná allar myndir, og ef litapallettan í átfittinu passar ekki við feldinn á þeim þá er þetta eiginlega til einskis og þeir skemma allt. En kettirnir mínir eru svo þrjóskir og elska Tískubloggið svo mikið að þeir látast yfirleitt ekki segjast fyrren ég bæti þeim inní átfittið og leyfi þeim að njóta sín almennilega á myndunum.

Í dag er einn af þessum dögum, einsog sést berlega á eftirfarandi myndum.

En vindum okkur í átfittið.

Bolur: Keyptur í Bangkok. Af kærasta.

Peysa: H&M í... Berlín?

Buxur: Keyptar á útsölu í kringlunni.

Sokkar: Gjöf.

Hár: Í teygju.

Köttur: Athyglissjúkur og elskar Tískubloggið.

En yfir í aðra sálma: Á morgun er fyrsti vinnudagurinn minn hjá Eyjunni!

Ég er megaspennt, en þið?

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment