Wednesday, October 6, 2010

Lítið í eigin barm, fíflin ykkar

Hola lovers,

Styrktaraðili síðunnar er ekki nógu ánægður með mig. Honum finnst síðan ekki vera orðin nægilega vinsæl miðað við hvað hún er búin að vera lengi starfandi, og ef heimsóknarfjöldi fer ekki að aukast snarlega þá hótar hann því að hætta að styrkja skrifin.

Þetta er grafalvarlegt mál, því að kattamatur er dýr. (Já, styrktaraðili síðunnar er dýrafóðursframleiðandi. Vitiði hvað þetta sjitt kostar? Lítið í eigin barm áður en þið dæmið mig.)

Ég viðurkenni líka að þegar ég stofnaði þessa síðu þá hélt ég að Tískubloggið myndi vera orðið heimsfrægt þegar hér yrði komið sögu (en ég er þó farin að byggja mér upp alþjóðlegan lesendahóp, sem er ágætis byrjun þegar stefnt er að heimsyfirráðum). Planið var líka að lifa alfarið af skrifum á þessa síðu og fá sent fullt af fríu drasli og vera boðið til útlanda á hundatískusýningar o.s.frv. Og ég hafði svo mikla trú á þessu plani að ég sagði upp vinnunni um síðustu mánaðarmót því ég var handviss um að ég væri hvorteðer farin að hafa framfæri af bloggi þegar uppsagnarfresturinn minn rynni út. Auk þess er ég búin að leggja út í ýmiskonar fjárfestingar fyrir tískubloggið; kaupa mér naglalökk, hágæðamyndavél fyrir átfittpósta, fara í legnám o.fl.

Þessvegna hafa ég og styrktaraðili síðunnar gert með okkur samkomulag: Ég verð að blogga a.m.k. einusinni á dag. Annars hættir hann að styrkja mig.

Mér þykir afar miður að þetta hafi farið svona og að aðsóknin á síðuna hafi verið jafn dræm og raun ber vitni. Þetta er að vissu leyti mér að kenna, því ég hef ef til vill ekki verið nógu dugleg að uppfæra síðuna. En kæru lesendur, mest er þetta ykkur að kenna.

Þið hafið bara hreint ekki verið nógu dugleg að skoða síðuna og deila henni með vinum og vandamönnum. Finnst ykkur, í alvöru talað, eðlilegt að ég haldi ykkur uppi á ókeypis lesefni hérna á internetinu, og ÞIÐ LESIÐ ÞAÐ SVO EKKI EINUSINNI?!

FINNST YKKUR Í LAGI AÐ KETTIRNIR MÍNIR SVELTI?

Fleira var það ekki að sinni.

Eða jú annars.

Skoðið þessa mynd...


...og skammist ykkar.

xoxo
-h

2 comments:

  1. Sigrún Jana (vinkona Lóu Báru)October 6, 2010 at 3:00 PM

    Ég var að uppgötva þetta dásamlega tískublogg. Takk fyrir frábær skrif! Ég mun pottþétt líta við á hverjum degi.

    ReplyDelete