Sunday, October 17, 2010

átfitt dagsins + örið sem allir vilja sjá

Hola lovers,

Það hafa þónokkrir sent mér póst og spurt hvernig ég hafi það eftir legnámið og hvort aðgerðin hafi skilið eftir sig stórt ör. Margir lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því hvort ég gæti yfirhöfuð klæðst bikiníinu sem ég keypti mér um daginn án þess að verða aðhlátursefni allra sem sjá mig.

Ég ákvað því að setja inn mynd af örinu sem ég er með eftir aðgerðina. Það er ennþá svolítið upphleypt og rautt, en læknirinn fullvissaði mig um að það muni verða alveg ósýnilegt eftir nokkra mánuði, þannig að ég ætti a.m.k. að geta notað bikiníið skammlaust næsta sumar.

Hér kemur því átfitt dagsins og mynd af örinu.Bolur: Keyptur égmanekkihvarogégmanekkihvenær.

Buxur: Af kærasta.

Sokkar: Engir.

Hár: Í teygju sem ég keypti í apóteki í síðustu viku, og toppur í spennu sem ég keypti í Taívan árið 2006.

Ef einhverjir hafa áhuga á að fara í svona aðgerð (sem ég mæli annars eindregið með!) og vilja fá frekari upplýsingar þá skal sá hinn sami ekki hika við að senda mér póst á tiskublogg@gmail.com eða spyrja hér í kommentakerfinu.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment