Wednesday, October 27, 2010

ný og dásamleg skáldsaga Tískubloggsins í smíðum

Hola lovers,

Sawry hvað ég er búin að vera löt að skrifa. Er nefnilega búin að vera bissí að vinna í skáldsögunni minni.

Hún fjallar um íðilfagra, ofurgáfaða og afar hávaxna unga konu sem stofnar lífstíls- og tískublogg á internetinu. Þar mundar hún hárbeitt stílvopn sitt og aflar sér fljótt margra einlægra aðdáenda og síðan öðlast miklar vinsældir um heim allan.

Svo kemst unga konan í kynni við internet einkaspæjara, sem er einnig einlægasti aðdáandi hennar, og fer að hjálpa honum að leysa dularfullar ráðgátur á öldum ljósvakans. Þau hafa aldrei hist augliti til auglitis, en hafa þó deilt sínum innstu leyndarmálum og draumum.

Svo, dag einn, fær unga konan tölvupóst. Í honum stendur:

Ég er fyrir utan.
Kv. Internet einkaspæjari.

Unga konan hleypur út, en kemur hvergi auga á hann. En á götunni liggur samanbrotið símskeyti. Þar stendur:

Ég var fyrir utan. En mér var rænt. Notaðu vitneskju þá er ég hefi kennt þér og bjargaðu mér.
Kv. Internet einkaspæjari.

Og þá fer hún og bjargar honum, o.s.frv.

Ætliði ekki öll að kaupa bókina um leið og ég fæ útgáfusamning, og þrátt fyrir að ég sé hér búin að segja ykkur söguþráðinn og endann?

Ég lofa að það verður fullt af sjálfsmyndum í henni.

Þeir sem kommenta á þessa færslu fá áritað eintak.

xoxo
-h

8 comments:

  1. OMG. Pant fá áritað eintak! Þetta hljómar eins og mjög spennandi bók og ég er mjög fegin að hún bjargar honum, annars gæti ég örugglega ekki lesið bókina, spennan væri svo svakaleg.

    ReplyDelete
  2. Kvitt... ég vill bók!

    ReplyDelete
  3. ohh... mér finnst einmitt best að lesa alltaf endann á bókum fyrst svo að þú hefur hér með létta f mér gífurlegu fargi.

    ReplyDelete
  4. Bíð spennt við lúguna!

    Annars á ég handritið að hrollvekju sem þú skrifaðir handa mér fyrir áratug eða svo.. ætlar þú ekki að gefa hana út?

    ReplyDelete
  5. Takk. En... ég hendi bókinni bent í ruslið ef þú áritar hana með stimpli!

    ReplyDelete