Tuesday, October 5, 2010

hinn dömulegi lífstíll / the Women's uterus Lifestyle

Hola lovers,

Ég er sífellt að reyna að fullkomna hinn dömulega lífstíl. En það er erfitt, því hann er síbreytilegur og það þarf að fylgjast vel með til að verða sér ekki til skammar, því reglurnar eru alltaf að breytast.

Ég var t.d. að lesa viðtal við Tobbu Marínós, sem er einmitt dömulegasta og penasta núlifandi kona á Íslandi (og því læt ég ekkert sem hún segir nokkurntímann framhjá mér fara), og í viðtalinu sagði hún að hún léti aldrei sjá sig með stóran bjór. Þannig væri einfaldlega ekki dömulegt. Og ef mig misminnir ekki þá talaði hún eitthvað um að konur sem fá sér stóran bjór á almannafæri væru trukkar (sem er ekki jákvætt).

Mig setti hljóða við lesturinn, því stór (þýskur) bjór af krana er einn af uppáhalds þremur hlutum mínum í lífinu. Og ég (sem er afar stórgerð, sterk og breiðvaxin frá náttúrunnar hendi og var strítt afþví að ég var alltaf stærst í bekknum þegar ég var "lítil") hef óafvitandi verið að grafa undan dömulegri ímynd minni öll þessi ár.

Þannig að nú er ég steinhætt að panta mér bjór af krana. Í staðinn panta ég mér (Lite) bjór í flösku og bið um tómt staup með til að hella í og dreypi svo dömulega af. Það er ekki jafn gott og (ekki Lite) bjór af krana, en ég sverti ekki ímynd mína og það er fyrir öllu. Það eina sem ég hef þó svolitlar áhyggjur af er að afþví að staupið er svo lítið, þá líta puttarnir á mér út fyrir að vera mjög feitir þegar ég held á því. Staup eru heldur ekki alveg það dömulegasta í heimi og þessvegna er ég að pæla í að kaupa mér þessi hérna, afþví að þau eru einsog barnafætur og alvöru dömum finnst allt með forskeytinu barna- vera krúttlegt.

Barnastaup eru einsog megrun fyrir puttana!
Ensk útgáfa (fyrir alþjóðlegu lesendur mína) / English version (for my international readers)


Pit lovers,
I'm constantly trying to perfect the Women's Lega lifestyle. But it's hard, because he is ever changing and needs to be carefully monitored to be not ashamed, because the rules are always changing.


I was such To read an interview with Tobba Marino, who is lady legasta and penasta woman living in Iceland (since I leave nothing that says she ever escapes me go), and in the interview she said she gener sooo never see themselves with a big beer.So was simply not actual lady. And if I misminnir not, she said something about women who get a large beer in a public place were trucks (which is not positive).


I put the sound to the reader, the big (German) beer taps is one of my favorite three things in life. And I (who is making a very big, strong and broad built by nature and was teased Cause I was always the largest in the class when I was a "small") have been unwittingly undermining the lady tic image memory all these years.


So now I steinhætt ordered a beer from the tap. Instead, I ordered my (lite) beer bottle and hold on empty with staup to pour in and then pour off. It is not as good as (not lite) beer taps, but I swear not my image and it is for everything. All I have, however little worried is the Cause staupið is so small, you look at my finger like a mega fat when I think of it. Staup are not quite the lady legasta in the world and that is why I am thinking of buying me that here, Cause they're like children's feet and a real lady do everything with the prefix of children being cute.


Staup children are like a diet for your fingers!


xoxo
-h

2 comments:

  1. Ok ekki gleyma að láta litla putta standa út þegar haldið er á staupi. Það er fáránlega dömulegt.
    P.s. hvaða kona kaupir sér eiginlega stóran bjór?

    ReplyDelete
  2. Já ég skal muna eftir litla fingri. Það er náttúrulega krúsjal.

    Og ENGIN kona kaupir sér stóran bjór, engin. Það ætti eiginlega að banna slíkt bara.

    ReplyDelete