Monday, October 18, 2010

Tískubloggið hjarta Hermann

Elsku Hermann,

Lesendur Tískubloggsins eru fífl. Það var enginn nema Lillz sem nennti að skrifa minningarorð um þig í kommentakerfinu. Lillz er uppáhaldsaðdáandinn minn, rétt einsog hún var fimmta uppáhaldsmanneskjan þín á meðan þú lifðir. Hún samdi meira að segja ljóð handa þér. Það er svohljóðandi:

-Lífið og himnaríki-

Lífið er svikult og ósanngjarnt.
Það tók þig frá mér eins og eiturlyfjaskammt,
á Vogi.
Hvers vegna. Hvers vegna? Hvers vegna!
Þess vegna.

Himnaríki er traust og sanngjarnt.
Þú ert þar eins og Rex,
ekkert pex.
Hvers vegna. Hvers vegna? Hvers vegna!
Þess vegna.

(höf. Lillz)

Ég treysti því að þú horfir niður á hina, sem ekkert skrifuðu um þig, af mikilli fyrirlitningunni.

Hérna eru nokkrar myndir af þér. Manstu ekki hvað okkur fannst gaman að klæða þig upp í nýjustu tísku?

Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfri mér að hafa ekki gefið þér a.m.k. eitt hundabikiní áður en þú varðst allur.





xoxo
-h

2 comments:

  1. Æji litla músin. Manstu þegar við settum í hann strípur?

    ReplyDelete