Sunday, October 24, 2010

átfitt dagsins


Peysa: Keypt í Svíþjóð í gamla daga. Mj. hnökrótt.

Bolur: Keyptur í... Smáralind?

Buxur: Náttbuxur með kattaloppum á botninum (sjást ekki á mynd). Keyptar á útsölu. Girtar ofaní nærsokka.

Nærsokkar: H&M í Belgíu.

Utanyfirsokkar: Gjöf frá afar góðri, en landflótta, vinkonu. Ég reif óvart bandið yfir ristina og er að bíða eftir því að kærastinn taki sig saman í andlitinu og saumi það fyrir mig.

Hár: Skítugt, en í teygju svo það sést eiginlega ekki, a.m.k. ekki úr fjarlægð.

Naglalakk: Farið að flagna.

Köttur: Tjillaður.

ÖPPDEIT

Fatlaði kötturinn var að kvarta yfir því að miklu færri myndir birtust af honum hér á Tískublogginu heldur en af hinum ófatlaða, svo ég læt þessa fylgja með til að allrar sanngirni sé gætt.

Það sést reyndar glitta í skottið á hinum kettinum á myndinni, svo tæknilega séð er þetta mynd af þeim báðum, en ekki segja neinum, ókei?

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment