Einsog þið vitið flest þá eru nú bráðum tvö ár liðin frá því að Hermann lést í eldsvoða.
Dauða hans bar brátt að. Ég hélt við ættum mörg ár eftir saman, og það var því mikið áfall að hann hafi fallið frá á svo vofeiflegan hátt þegar hann var ennþá í blóma lífsins. Ég held að ég muni aldrei ná mér að fullu eftir fráfall hans, en þó að manni finnist það allsendis ómögulegt á köflum, þá heldur lífið samt einhvernveginn áfram. Ég veit það núna.
Hermann var besti hundur sem hægt er að hugsa sér, og ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég fékk að njóta félagsskapar hans á hans stuttu ævi.
Því vil ég biðja ykkur að taka nokkrar mínútur í ykkar daglega amstri og minnast hans hér í kommentakerfinu.
Það yrði mér mikils virði og ég veit að hann er uppá himnum og horfir niður á ykkur (og hann mun gefa þeim sem ekki skrifa illt auga, svo skammist ykkar).
Hermann, ég mun alltaf elska þig. |
xoxo
-h
Kæri Hermann. Yndislega ástargullið mitt.
ReplyDeleteÉg gleymi aldrei föstudagskvöldunum sem við áttum saman. Ég, þú, lögregluhundurinn Rex, lífrænt ræktað beikon og poppkorn í skál.
Til þín, Hermann:
-Lífið og himnaríki-
Lífið er svikult og ósanngjarnt.
Það tók þig frá mér eins og eiturlyfjaskammt,
á Vogi.
Hvers vegna. Hvers vegna? Hvers vegna!
Þess vegna.
Himnaríki er traust og sanngjarnt.
Þú ert þar eins og Rex,
ekkert pex.
Hvers vegna. Hvers vegna? Hvers vegna!
Þess vegna.
(höf. Lillz)