Monday, October 11, 2010

Gestapóstur - I‘m Just Not That Into You

Tískublogginu er ánægja að færa ykkur nýjasta gestapóstinn. Fanney Mango er sérlegur sambands- og kynlífssérfræðingur tískubloggsins og hún veit sko hvað hún syngur - trúið mér.

Ég ætla að kynna ykkur fyrir litlum leik sem finna má á síðu Oxbridgesex (http://oxbridgesex.blogspot.com/) upp úr bókinni He‘s Just Not That Into. Reyndar sá ég einhvers konar útgáfu af honum í How I Met Your Mother en þá var hann notaður sem áminning, viðvörun eða æfing, ekki í eins jákvæðari merkingu. Ég veit auðvitað ekki hvort hægt sé að kalla þennan leik „jákvæðan“. Allavega er hann ekki erfiðari en það að maður á að skrifa niður allt það sem er að fyrrverandi kærustunum. Hér er til dæmis minn listi:

  • Tómas – barnaperri.
  • Karl – selur konur.
  • Krúsi – vildi bjóða mér í jólamat til foreldra sinna eftir tveggja daga samband. 
  • Tinni – bara í listfræði af því hann komst ekki í LHÍ og er með asnalega hárgreiðslu. Og lítið typpi.
  • Stóri Feiti – laug að hann vildi opið samband af því ég vildi það, sem auðvitað endaði illa.
  • Mjallhvít – er kona.
  • Tígri – of mikill player (sem er nokkuð þegar það kemur úr mínum munni).
  • Putti – skápahommi.

Í How I Met Your Mother skrifaði Ted sér áminningu um af hverju hann vildi ekki vera með fyrrverandi kærustum því hann vissi að einn daginn myndi hann fá löngunina í þær aftur. Það á reyndar ekki við um alla hér á listanum, jú kannski fyrir utan Karl og Tígra. Úff, þeir voru góðir. Reyndir þegar kom að kynlífinu. En nú man ég að Karl er pimp og Tígri of rúmglaður. Svo ég læt þá vera.
Hvet allar konur til að gera samskonar lista. Það þarf ekki að vera sá eini sem er „not that into you“. Passið bara að þeir sjái hann ekki.

-Fanney Mango

No comments:

Post a Comment