Monday, August 23, 2010

tíska framtíðarinnar

Mér finnst það einhvernveginn svo hughreystandi tilhugsun að það sé þegar búið að hanna tísku framtíðinnar. Þá þarf maður ekki að hafa endalausar áhyggjur af því að vera með puttann á púlsinum og vera áskrifandi að tískublöðum, heldur getur maður bara sett einhverja War Trek eða Far Wars mynd í tækið og séð það sem koma skal.

War Trek gerist í mjög náinni framtíð (eða á næstu 10 eða 15 árum), á meðan Far Wars er aðeins lengra fram í tímann (sirka 80-90 ár).

Hér eru nokkur sýnishorn af tísku framtíðarinnar.

War Trek:

Samkvæmisfatnaður framtíðarinnar.
Kasjúal klæðnaður.
Klæðnaður verkfræðinga.
Spariföt framtíðarinnar.
Giftingarsamfestingur.
Það sem koma skal í lýtalækningum.
Það verða líka hundar í framtíðinni - og þeir verða svona klæddir.

Far Wars:

Pelssamfestingur með áfastri húfu.
Pollagalli.
Svona munu spjátrungar framtíðarinnar klæða sig.
Einkennisklæðnaður stjórnmálamanna.
Lögreglubúningur úr framtíðinni.
Viðeigandi klæðnaður þjóðhöfðingja.
Hundatískan eftir 90 ár.

Sjáumst í framtíðinni - svona klædd!

xoxo
-h

6 comments:

  1. Vá ég ætla algjörlega að fá mér pelssamfesting í framtíðinni. Hver veit hvernig veðrið verður.

    ReplyDelete
  2. Pelsasamfestingurinn með húfunni gæti líka hentað vel því að ósonlagið er alltaf að þynnast og þynnast og hver veit nema að við þurfum að með súrefnisgrímur eftir 80 ár.

    ReplyDelete
  3. Ég ætla að bíða með lýtaaðgerð þartil þessi tækni hefur verið fullkomnuð!

    ReplyDelete
  4. Ladybug: Mér skilst að það sé ekki langt að bíða!

    Og ég ætla að panta mér pelssamfesting um leið og það er hægt! Það fylgja líka svona flottir hanskar með, einsog sjást á myndinni.

    ReplyDelete